Enski boltinn

Getum unnið alla ef við spilum eins og móti Real

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Benitez, stjóri Liverpool, er ekki alltaf sáttur við leik liðsins.
Rafael Benitez, stjóri Liverpool, er ekki alltaf sáttur við leik liðsins. Mynd/GettyImages

Rafael Benitez fullvissaði alla á blaðamannafundinum fyrir leik Manchester United og Liverpool á Old Trafford í dag að Liverpool geti vel unnið upp sjö stiga forskot United sem á auk þess einn leik inni. Liðin mætast eftir rúman klukkutíma í beinni á Stöð 2 Sport 2.

„Þeir eru ekki ósnertanlegir og auðvitað trúi ég því að við getum unnið," sagði Rafael Benitez, stjóri Liverpool en hann viðurkennir að Liverpool verði að vinna í dag til að halda meistaravoninni lifandi.

„Ef við vinnum ekki þennan leik þá verður mjög erfitt að vinna titilinn. Ef við ætlum að vera með í titilbaráttunni þá verðum við að vinna þennan leik," sagði Benitez.

Liverpool-liðið átti snildarleik í vikunni þegar spænsku meistararnir í Real Madrid yfirgáfu Anfield með skottið á milli lappanna eftir 4-0 tap.

„Ef við spilum eins og við gerðum á móti Real Madrid þá getum við unnið alla. Það er allt hægt. Við þurfum bara að spila á sama tempói og halda boltanum eins vel og við gerðum í þeim leik," sagði Benitez.

„Það er mín tilfinning að allir séu klárir og hlakki til þess að spila þennan leik alveg eins og á móti Real í vikunni," sagði Benitez.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×