Innlent

Annað dauðsfall af völdum svínaflensu

Karlmaður lést úr svínaflensu, eða inflúensu A(H1N1), hér á landi á föstudaginn. Um var að ræða 81 árs gamlan karlmann sem var með alvarlegan undirliggjandi sjúkdóm.

Þetta er annað dauðsfallið af völdum svínaflensu hér samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnalækni. Átján ára fjölfötluð stúlka lést 19. október á Barnaspítala Hringsins af völdum flensunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×