Enski boltinn

Keane gerði sitt besta

Robbie Keane er kominn aftur til Spurs
Robbie Keane er kominn aftur til Spurs NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez stjóri Liverpool segir að nauðsynlegt hafi verið að losa framherjann Robbie Keane frá liðinu í janúarglugganum.

"Stundum ná góðir leikmenn ekki að festa sig í sessi hjá liðum og þegar þannig er, verða menn að bregðast skjótt við. Ég varð að taka ákvörðun sem best væri fyrir félagið þó í því væri fólgin nokkur áhætta," sagð Benitez og vísaði í framherjana sem hann hefur í sínum röðum.

"Við eigum enn Babel, Ngog og Kuyt - auk Fernando Torres. Þetta er ekki áhættulaus ráðstöfun, en við urðum að gera eitthvað því aðstæður voru erfiðar," sagði Benitez.

Hann þakkaði Íranum fyrir vel unnin störf og segist ekkert hafa upp á hann að klaga.

"Ég vil óska Keane alls hins besta því hann lagði mjög hart að sér hérna þó þetta hafi ekki gengið upp. Lykillinn var sá að Tottenham hafði mikinn áhuga á honum og hann vildi fá að spila meira. Ég get ekki gagnrýnt hann á nokkurn hátt því hann lagði sig fram og gerði sitt besta," sagði stjórinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×