Vilja að dómarinn víki sæti 31. október 2009 07:00 Árni m. Mathiesen. Sem settur dómsmálaráðherra skipaði Árni Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara. Lögmenn Árna M. Mathiesen og íslenska ríkisins kröfðust þess fyrir dómi í gær að Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari viki sæti í skaðabótamáli sem Guðmundur Kristjánsson hæstaréttarlögmaður hefur höfðað vegna skipunar Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Guðmundur sótti um dómaraembætti við Héraðsdóm Norðurlands eystra árið 2007 og þótti mjög vel hæfur, eins og tveir aðrir umsækjendur. Árni M. Mathiesen, þá settur dómsmálaráðherra vegna vanhæfis Björns Bjarnasonar, skipaði hins vegar Þorstein Davíðsson í embættið. Þorsteinn var metinn tveimur hæfisflokkum neðar en hinir þrír. Umboðsmaður Alþingis hefur gefið það álit sitt á málinu að annmarkar hafi verið á öllum þáttum skipunarinnar og að hæfasti umsækjandinn hafi ekki verið valinn. Guðmundur fór í kjölfarið í skaðabótamál, bæði gegn ríkinu og Árna sjálfum. Hann krefst fimm milljóna króna í bætur. Segir hann í stefnu að Árni hafi með ráðningunni sýnt honum takmarkalausa lítilsvirðingu, niðurlægt hann opinberlega, vegið að starfsheiðri hans og með valdníðslu vegið að æru hans og persónu. Karl Axelsson og Skarphéðinn Þórisson, lögmenn ríkisins og Árna, kröfðust þess í gær að Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari viki sæti við meðferð málsins vegna viðtals sem hún veitti Ríkisútvarpinu þegar málið var í hámæli í janúar 2008. Í viðtalinu ræddi Sigríður á almennum nótum um það að almenningur þyrfti að geta treyst því að staðið væri faglega að dómaraskipunum. Þótt ráðherra hefði endanlegt skipunarvald þyrfti hann að halda sig innan eðlilegra marka og fara eftir faglegum sjónarmiðum. Lögmenn stefndu telja að andinn í viðtalinu hafi verið slíkur að hann gefi tilefni til að krefjast þess að hún víki. Lögmaður Guðmundar mótmælti kröfunni. - sh Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Lögmenn Árna M. Mathiesen og íslenska ríkisins kröfðust þess fyrir dómi í gær að Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari viki sæti í skaðabótamáli sem Guðmundur Kristjánsson hæstaréttarlögmaður hefur höfðað vegna skipunar Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Guðmundur sótti um dómaraembætti við Héraðsdóm Norðurlands eystra árið 2007 og þótti mjög vel hæfur, eins og tveir aðrir umsækjendur. Árni M. Mathiesen, þá settur dómsmálaráðherra vegna vanhæfis Björns Bjarnasonar, skipaði hins vegar Þorstein Davíðsson í embættið. Þorsteinn var metinn tveimur hæfisflokkum neðar en hinir þrír. Umboðsmaður Alþingis hefur gefið það álit sitt á málinu að annmarkar hafi verið á öllum þáttum skipunarinnar og að hæfasti umsækjandinn hafi ekki verið valinn. Guðmundur fór í kjölfarið í skaðabótamál, bæði gegn ríkinu og Árna sjálfum. Hann krefst fimm milljóna króna í bætur. Segir hann í stefnu að Árni hafi með ráðningunni sýnt honum takmarkalausa lítilsvirðingu, niðurlægt hann opinberlega, vegið að starfsheiðri hans og með valdníðslu vegið að æru hans og persónu. Karl Axelsson og Skarphéðinn Þórisson, lögmenn ríkisins og Árna, kröfðust þess í gær að Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari viki sæti við meðferð málsins vegna viðtals sem hún veitti Ríkisútvarpinu þegar málið var í hámæli í janúar 2008. Í viðtalinu ræddi Sigríður á almennum nótum um það að almenningur þyrfti að geta treyst því að staðið væri faglega að dómaraskipunum. Þótt ráðherra hefði endanlegt skipunarvald þyrfti hann að halda sig innan eðlilegra marka og fara eftir faglegum sjónarmiðum. Lögmenn stefndu telja að andinn í viðtalinu hafi verið slíkur að hann gefi tilefni til að krefjast þess að hún víki. Lögmaður Guðmundar mótmælti kröfunni. - sh
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent