Umhverfisráðherra telur að Jóhanna þurfi að skýra orð sín Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. nóvember 2009 18:33 Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þurfi að útskýra ummæli sín um Suðvesturlínu sem hún lét falla í ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær. Ummæli Jóhönnu falla grýttan jarðveg hjá þingmönnum Vinstri grænna. „Ég er sannfærð um að öllum hindrunum í vegi Suðvesturlínu, sem er forsenda fyrir þróun orkuháðs iðnaðar á þessu svæði, verði rutt úr vegi þannig að framkvæmdir við hana geti hafist á næsta sumri. Forráðamenn Norðuráls segja nú að framkvæmdir við álver í Helguvík fari á fullt í vor og það mun skapa mikla atvinnu. Ég hef einnig góðar vonir um að vinna við Búðarhálsvirkjun hefjist með vorinu en orku frá henni verður að verulegu leyti ráðstafað til endurnýjaðs álvers í Straumsvík," sagði Jóhanna Sigurðardóttir á fundi með samfylkingarmönnum á morgun. Jóhanna gat varla kveðið skýrar að orði í ræðu sinni í gær. Ummælin féllu hins vegar í mjög grýttan jarðveg hjá, samstarfsflokknum, Vinstri grænum. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að forsætisráðherra þyrfti að skýra ummæli sín áður en hún gæti tjáð sig um þau. Þingmenn Vinstri grænna sem fréttastofa ræddi við í dag sögðu að ummæli Jóhönnu um Suðvesturlínu væru undarleg og óheppileg. Málið væri til umfjöllunar í umhverfisráðuneytinu og ráðherra þess ráðuneytis tæki ákvörðun um hvort Suðvesturlína færi í heildstætt umhverfismat eður ei. Í tillögum Vinstri grænna í atvinnumálum, sem kynntar voru fyrir síðustu kosningar, útlista vinstri grænir að þeir vilji skapa rúmlega fjögur þúsund störf í ferðaþjónustu, þrjú þúsund störf í framleiðslugreinum, tvö þúsund störf tengd nýsköpun og sprotastarfsemi og fjögur þúsund afleidd störf í þjónustugeirum. Þar er ekki einu orði minnst á störf tengd stóriðju, enda eru stóriðjuframkvæmdir ekki efst á baugi hjá vinstri grænum og ríma fremur illa við umhverfisáherslur flokksins. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þurfi að útskýra ummæli sín um Suðvesturlínu sem hún lét falla í ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær. Ummæli Jóhönnu falla grýttan jarðveg hjá þingmönnum Vinstri grænna. „Ég er sannfærð um að öllum hindrunum í vegi Suðvesturlínu, sem er forsenda fyrir þróun orkuháðs iðnaðar á þessu svæði, verði rutt úr vegi þannig að framkvæmdir við hana geti hafist á næsta sumri. Forráðamenn Norðuráls segja nú að framkvæmdir við álver í Helguvík fari á fullt í vor og það mun skapa mikla atvinnu. Ég hef einnig góðar vonir um að vinna við Búðarhálsvirkjun hefjist með vorinu en orku frá henni verður að verulegu leyti ráðstafað til endurnýjaðs álvers í Straumsvík," sagði Jóhanna Sigurðardóttir á fundi með samfylkingarmönnum á morgun. Jóhanna gat varla kveðið skýrar að orði í ræðu sinni í gær. Ummælin féllu hins vegar í mjög grýttan jarðveg hjá, samstarfsflokknum, Vinstri grænum. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að forsætisráðherra þyrfti að skýra ummæli sín áður en hún gæti tjáð sig um þau. Þingmenn Vinstri grænna sem fréttastofa ræddi við í dag sögðu að ummæli Jóhönnu um Suðvesturlínu væru undarleg og óheppileg. Málið væri til umfjöllunar í umhverfisráðuneytinu og ráðherra þess ráðuneytis tæki ákvörðun um hvort Suðvesturlína færi í heildstætt umhverfismat eður ei. Í tillögum Vinstri grænna í atvinnumálum, sem kynntar voru fyrir síðustu kosningar, útlista vinstri grænir að þeir vilji skapa rúmlega fjögur þúsund störf í ferðaþjónustu, þrjú þúsund störf í framleiðslugreinum, tvö þúsund störf tengd nýsköpun og sprotastarfsemi og fjögur þúsund afleidd störf í þjónustugeirum. Þar er ekki einu orði minnst á störf tengd stóriðju, enda eru stóriðjuframkvæmdir ekki efst á baugi hjá vinstri grænum og ríma fremur illa við umhverfisáherslur flokksins.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira