Erlent

Sharif fylkir liði til Islamabad

Stuðningsmenn Sharifs á æsingafundi í Lahore í gær. fréttablaðið/ap
Stuðningsmenn Sharifs á æsingafundi í Lahore í gær. fréttablaðið/ap

Þrátt fyrir að vera gert að sæta stofufangelsi fór Nawaz Sharif, leiðtogi stjórnar­andstöðunnar í Pakistan, í gær fyrir fjöldagöngu stjórnarandstæðinga að höfuðborginni Islamabad. „Þetta er forleikurinn að byltingu,“ tjáði Sharif sjónvarpsstöð úr farsíma sínum.

Valdabaráttan milli forsetans Asif Ali Zardari, sem vill vinsamleg tengsl við Vesturlönd, og fyrrverandi forsætisráðherrans Shar­ifs virðist stefna í uppgjör. Það virðist ætla að lama ríkisstjórnina; undir þessum kringumstæðum er það að minnsta kosti ekki forgangsatriði að kljást við stuðningsmenn talibana og al-Kaída við landamærin að Afganistan. - aa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×