Enski boltinn

Endar Giggs ferilinn með Cardiff?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ryan Giggs er lifandi goðsögn hjá stuðningsmönnum Manchester United.
Ryan Giggs er lifandi goðsögn hjá stuðningsmönnum Manchester United.

Ryan Giggs átti stórleik fyrir Manchester United um helgina þegar liðið vann stórsigur á Chelsea 3-0. Giggs útilokar það ekki að klára feril sinn með Cardiff City en Giggs ólst upp í Cardiff.

„Ég fylgist vel með gengi Cardiff City þar sem félagið er frá heimabæ mínum," sagði Giggs í viðtali við dagblað í Wales. Cardiff er sem stendur í fimmta sæti 1. deildar (B-deildarinnar).

„Ég vona að þeir komist í úrvalsdeildina. Ég hef oft verið spurður að því hvort ég gæti hugsað mér að enda ferilinn með Cardiff. Samningur minn rennur út í maí svo við skulum bíða og sjá. Sem stendur hafa engar viðræður átt sér stað um nýjan samning," sagði Giggs.

Peter Ridsdale, stjórnarformaður Cardiff, sagði þetta um málið: „Sú staðreynd að fólk trúir því að við getum fengið leikmann eins og Ryan Giggs sýnir það skýrt hve miklar framfarir hafa orðið hjá félaginu undanfarin ár."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×