Enski boltinn

Mikel klár í slaginn fyrir helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Obi Mikel, til hægri, í leik með Chelsea.
John Obi Mikel, til hægri, í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
John Obi Mikel, leikmaður Chelsea, er orðinn heill heilsu og getur því spilað með Chelsea gegn Manchester United í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Mikel hefur misst af síðustu þremur leikjum Chelsea vegna ökklameiðsla en vonast til að spila bæði með félagsliði sínu á landsliði á næstunni.

„Ég get vonandi byrjað að spila aftur um helgina," sagði hann í samtali við The Sun. „Ég hlakka líka til verkefnanna sem eru framundan með landsliði Nígeríu."

„Það væri mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna á sunnudaginn. Við þurfum að leggja mikið á okkur og vona að úrslit leiksins verði okkur hagstæð."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×