Innlent

Þiggur laun bæjarfulltrúa til viðbótar þingfararkaupi

Kristján Þór Júlíusson.
Kristján Þór Júlíusson.
Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna benti á það á opnum Borgarafundi á Akureyri í Sjónvarpinu í kvöld að Kristján Þór Júlíusson væri á launum sem bæjarfulltrúi og þægi laun fyrir það til viðbótar við þingfararkaupið. Á sama tíma væri verið að reyna að lækka laun hjá Akureyrirbæ um 5%. Kristján sagði þetta rétt en það væri ekki verið að ræða á sama tíma um að hækka skatta líkt og flokkur Steingríms gerði.

Töluvert fjör er í umræðum á fundinum en Steingrímur sagði að mikilvægast væri að verja sem flest störf í opinbera geiranum sem og annarsstaðar. Hann sagði að jafna ætti vinnuna og lækka launin frekar en að missa fleiri störf.

Kristján sagði það greinilega þægilegt fyrir Vinstri græna að hafa Sjálfstæðisflokkinn í þessari baráttu. Það væri rétt hjá Steingrími að Akureyrarbær væri að reyna að fá fólk til þess að daga einn frídag í mánuði en á sama tíma væri flokkurinn ekki að ræða skattahækkanir til viðbótar við það líkt og Vinstri gærnir leggi til.

Í kjölfarið kom fyrirspurn úr sal þar sem ungur maður beindi spurningu til Kristjáns Þórs. Þar sagði hann Kristján hafa gagnrýnt laun Evu Joly sem væri með 400.000 krónur á dag. Hann sem bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar væri hinsvegar með 80 þúsund krónur á tímann miðað við tímann sem hann hefði eytt í störf fyrir bæjarstjórnina á síðustu tveimur árum. Hann endaði síða spurninguna á því að spyrja hvort fólk ætti að treyta honum til þess að spara eftir kosningar.

Kristján sagði svarið við þessu vera einfalt. Hann myndi vinna sín störf af heilindum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×