Innlent

Féll fimm metra niður á steingólf

Karlmaður slasaðist mjög alvarlega þegar hann féll hátt í fimm metra niður á steingólf í kalkþörungaverksmiðjunni á Bíldudal í gær. Hann var fluttur í sjúkraflugi á slysadeild Landspítalans, þar sem hann gekkst undir aðgerð og er haldið sofandi í öndunarvél. Lögreglan á Patreksfirði rannsakar tildrög slyssins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×