Innlent

Tæplega 2000 manns létust árið 2008

1.987 einstaklingar, 1.005 konur og 982 karlar, létust á árinu 2008. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar yfir dánarmein. Gögnin byggja á dánarvottorðum allra þeirra sem létust árið 2008 og áttu lögheimili hér á landi.

„Helstu dánarmein þjóðarinnar eru nú sem fyrr sjúkdómar í blóðrásarkerfi og þá aðallega hjarta- og heilaæðasjúkdómar. Á árinu 2008 létust 706 af sjúkdómum í blóðrásarkerfi, þar af 375 úr blóðþurrðarhjartasjúkdómum, 154 konur og 221 karl. Alls létust 147 úr heilaæðasjúkdómum, 85 konur og 62 karlar.," segir í frétt á heimasíðu Hagstofunnar.

38 sjálfsvíg

Krabbamein er næst stærsti flokkur dánameina, Þriðji stærsti flokkurinn eru sjúkdómar í öndunarfærum og sá fjórði er dauðsföll vegna ytri orsaka. „Af þeim voru dauðsföll sem tengdust óhöppum almennt voru alls 63 og í þeim hópi voru 22 konur og 41 karl. Alls létust 16 manns í umferðarslysum. Sjálfsvíg voru 38 á árinu og féllu 11 konur og 27 karlar fyrir eigin hendi. Það er svipuð tíðni og undanfarin ár."

Þá var skráð 131 ótímabært dauðsfall á Íslandi en þar eru um að ræða andlát vegna tiltekinna dánarorsaka sem hefði mátt komast hjá með viðeigandi meðferð eða forvörnum.

Nánar má kynna sér málið hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×