Innlent

Fimmti maðurinn í varðhald vegna amfetamínssmygls

Mynd/Anton Brink
Fjórir karlmenn hafa að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaðir um innflutning á rúmlega fjórum kílóum af amfetamíni. Fimmti maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins í gær.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru efnin flutt til Íslands frá Danmörku. Lögregla hefur unnið að rannsókn málsins í samvinnu við dönsk lögregluyfirvöld, en nokkur önnur lögregluembætti hér á landi auk tollyfirvalda hafa átt aðkomu að rannsókninni.

Þrír karlmenn á þrítugsaldri og einn undir tvítugu hafa setið í gæsluvarðhaldi frá 11. september sem rann út í gær. Þeir hafa ekki áður komið við sögu lögreglu ólíkt fimmta manninum sem var eins og fjórmenningarnir úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær. Hann er á þrítugsaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×