Innlent

Herjólfur úr slipp

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur er nú komin úr slipp á Akureyri og um sexleytið í morgun var Herjólfur norðvestur af Siglunesi, á heimleið. Hann fer morgunferðina frá Eyjum í fyrramálið, og Breiðafjarðarferjan Baldur, sem leysti Herjólf af, hefur þá á ný siglingar yfir Breiðafjörðinn. Eyjamenn hafa verið óánægðir með að ekki var fengið stærra skip til að leysa Herjólf af og Vestfirðingar hafa verið óánægðir með að missa Baldur úr siglingum á meðan hann leysti Herjólf af, en nú fellur allt í samt lag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×