Innlent

Segist víst hafa verið áskrifandi Morgunblaðsins

Sveinn Andri Sveinsson
Sveinn Andri Sveinsson
„Ef þetta er blaðamennskan sem á nú að fara að stunda á Morgunblaðinu þá hef ég nokkar áhyggjur," segir Sveinn Andri Sveinsson stjörnulögfræðingur um þær fullyrðingar Óskars Magnússonar útgefanda Morgunblaðsins í Kastljósi í gærkvöldi. Þar hélt Óskar því fram að Sveinn Andri væri ekki áskrifandi að blaðinu en Sveinn Andri sagði mogganum upp þegar Davíð Oddsson var ráðinn ritstjóri.

„Ég gef nú ekki mikið fyrir þessa blaðamennsku hjá honum, hann hefði átt að kanna staðreyndir betur því ég hef verið áskrifandi í 26 ár eða síðan ég flutti úr foreldrahúsum. Síðastliðin fjórtán ár hefur hinsvegar félag í minni eigu verið áskrifandi," segir Sveinn Andri.

Sveinn Andri hefur ekki einungis áhyggjur af staðreyndarvillum Óskars því hann segir hroka hafa einkennt málflutning útgefanands í umræddu viðtali. „Ég held að þetta sé einmitti vandi Morgunblaðsins í dag, það er þessi hroki."

Og stjörnulögfræðingurinn segist hafa lesið Óskar vel í viðtali gærkvöldsins. „Ég hef nú lært það í gegnum tíðina í yfirheyrslum að þegar menn deppla ekki auga þá eru þeir ekki að segja satt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×