Innlent

Fjölmennri leit lauk farsællega

Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna fann á sjötta tímanum í morgun annan tveggja manna, sem leitað hefur verið að inn af Hvalfjarðarbotni síðan á miðnætti. Hinn maðurinn fannst svo rétt um sjöleytið. Báðir voru blautir og kaldir en að öðru leyti heilir á húfi. Fullri leit var haldið áfram að síðari manninum, eftir að sá fyrri fannst, en farsími hans var orðinn rafmagnslaus og var því ekkert samband við hann lengur. Hann fannst austan við Hvalfell, tveimur til þremur kílómetrum frá staðnum þar sem hinn fannst. Mennirnir festu bíl sinn við Hvalvatn í gærkvöldi og héldu áfram fótgangandi, en villtust. Í nótt urðu þeir svo viðskila. Um það bil 70 Landsbjargarmenn af höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi taka þátt i leitinni.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×