Innlent

Árás á EES-samning

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ríki Evrópusambandsins (ESB) vilji „stúta" samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES).

„Mér finnst það óskiljanleg þrjóska og þvergirðingsháttur af hálfu ESB að opna ekki fyrir viðræður við EES-ríkin um möguleikann á að ganga inn í myntbandalagið," segir Bjarni í viðtali við Fréttablaðið og talar um árás á EES-samninginn í því sambandi.

Bjarni dregur í efa að látið hafi verið reyna á möguleika á aðild EES-ríkjanna að myntsamstarfi og myntbandalagi ESB-ríkja. „Ég veit ekki til þess að því hafi nokkurn tímann verið hreyft við áhrifavalda innan ESB á pólitískum vettvangi," segir hann.

„Ég virði sjónarmið margra þeirra sem [styðja aðild að ESB] og benda á veikleikana í peningamálastjórnun á Íslandi," segir hann um ágreining sjálfstæðismanna um Evrópumál en segist ekki búast við að flokkurinn breyti um stefnu. Hann leggur áherslu á að krónan sé bjargvættur íslensks efnahagslífs eftir hrun.- pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×