Íslenski boltinn

Vonumst til að ráða þjálfara í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Willum Þór Þórsson, fyrrum þjálfari Vals.
Willum Þór Þórsson, fyrrum þjálfari Vals. Mynd/Vilhelm

Ótthar Edvardsson, framkvæmdarstjóri Vals, segir það óskandi að félagið muni ganga frá ráðningu nýs þjálfara meistaraflokks karla í dag.

Guðmundur Benediktsson, leikmaður KR og fyrrum leikmaður Vals, hefur verið sterklega orðaður við þjálfarastöðuna. Ótthar vildi þó ekki staðfesta að félagið ætti í viðræðum við hann, né hverjir væru á óskalista þeirra.

Ótthar vildi enn fremur ekki tjá sig um ástæður þess að Willum Þór Þórsson hætti hjá félaginu.

Hann sagðist þó vonast til þess að þessi mál myndu leysast fljótt. „Vonandi ráðum við þjálfara sem allra fyrst. Jafnvel í dag. Við viljum þó allra helst að það verði nýr þjálfari tekinn við fyrir næsta leik sem er gegn KA í bikarnum á mánudaginn."








Tengdar fréttir

Gummi Ben efstur á blaði - Barry Smith þar á eftir

Samkvæmt heimildum Vísis mun Guðmundur Benediktsson vera efstur á blaði hjá forráðamönnum Vals sem arftaki Willum Þórs á Hlíðarenda. Leikmaðurinn hefur sjálfur ekki svarað símtölum í allan dag og veitti ekki viðtal eftir leik KR og Stjörnunnar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×