Innlent

Bilun á páskadag leiddi til lekans á Reykjanesbraut

Eríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir að ástæðuna fyrir vatnslekanum á Reykjanesbraut megi rekja til þess að sver vatnsæð gaf sig á páskadag.

Lekinn skapaðist af því að tengt var framhjá biluninni yfir páskahelgina til þess að ekki þyrfti að loka fyrir vatnið hjá fjölda fólks yfir hátíðina. Bíll valt á svæðinu í morgun þegar ísing hafði myndast vegna lekans. Ökumaður jeppa missti stjórn á bifreið sinni með fyrrgreindum afleiðingum en meiðsli hans voru minniháttar.

Að sögn Eiríks hefst viðgerð á vatnsæðinni í dag og er búist við að hún taki um tvo daga. Sökum þess að tengt var framhjá biluninni verður ekki skrúfað fyrir vatnið.




Tengdar fréttir

Bíll valt á Reykjanesbraut

Bíll valt á Reykjanesbraut rétt norðan við Bústaðaveg um sexleytið í morgun. Svo virðist sem nokkur ísing hafi myndast á veginum en síðustu daga hefur pollur myndast á þessum stað ökumönnum til nokkurs ama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×