Fótbolti

Ellefu sækja um HM

Ítalir eru ríkjandi heimsmeistarar
Ítalir eru ríkjandi heimsmeistarar AFP

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur nú staðfest hvaða ellefu þjóðir hafa sótt um að halda HM í knattspyrnu árin 2018 eða 2022, en umsóknarfrestur rann út í dag.

Níu þjóðir sækja um að halda HM annað hvort árið 2018 eða 2022, en aðeins tvær þjóðir sækja eingöngu um að halda mótið árið 2022.

Þjóðirnar sem lögðu fram tilboð í bæði mótin voru England, Rússland, Ástralía, Bandaríkin, Japan, Mexíkó og Indónesía, en sameiginleg tilboð komu frá Spáni og Portúgal og svo frá Hollandi og Belgíu.

Katar og Suður-Kórea sóttu aðeins um að fá að halda keppnina árið 2022.

Í desember á næsta ári verður tilkynnt hvaða þjóðir hreppa hnossið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×