Íslenski boltinn

Umfjöllun: Seiglusigur Keflavíkur

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jóhann Birnir Guðmundsson tryggði Keflavík sigurinn í dag.
Jóhann Birnir Guðmundsson tryggði Keflavík sigurinn í dag. Mynd/Anton

Keflvíkingar kræktu í þrjú dýrmæt stig í baráttunni í Pepsi-deild karla þegar þeir unnu baráttusigur á Fram á heimavelli sínum í Keflavík. Keflvíkingar eru því komnir með 9 stig í deildinni en Framarar hafa fjögur stig og hafa einungis skorað eitt mark í síðustu þremur leikjum sínum.

Heimamenn voru líklega ennþá með blóðbragð í munni eftir viðureign þessara sömu liða í síðustu umferð Íslandsmótsins í fyrra, einmitt í Keflavík. Þá fóru Framarar með sigur af hólmi og það kostaði heimamenn Íslandsmeistaratitilinn sem fór í hendur FH-inga. Það mátti því gera ráð fyrir baráttuglöðum heimamönnum í hefndarhug.

Fyrri hálfleikur var með rólegra móti, þó svo að Keflvíkingar hafi verið sterkari aðilinn. Framarar hafa verið þekktir fyrir sterkan varnarleik og hættulegar skyndisóknir og greinilegt var að þeir ætluðu ekkert að breyta þeirri leikaðferð sinni.

Keflvíkingar sakna greinilega fyrirliða síns, Hólmars Arnar Rúnarssonar, því á köflum vantaði ferskleika í sóknarleik þeirra og Framarar voru oft ekki í miklum vandræðum að ráða við tilraunir heimamanna. Hættulegasta færi leiksins átti þó Keflvíkingurinn Magnús Sverrir Þorsteinsson þegar hann var í góðri stöðu rétt utan við markteig Framara en skot hans fór vel yfir markið.

Heimamenn mættu af auknum krafti í upphafi síðari hálfleiks og á 52.mínútu skoraði Jóhann Birnir Guðmundsson eina mark leiksins með skoti úr aukaspyrnu. Líklega var þó um sendingu að ræða en boltinn fór framhjá öllum sem í teignum voru og endaði í markinu.

Eftir markið sóttu Framarar í sig veðrið og færðu sig framar á völlinn. Keflvíkingar bökkuðu að sama skapi, staðráðnir í að halda fengnum hlut. Gestirnir áttu nokkrar álitlegar sóknir og hefðu allt eins getað jafnað leikinn. En allt kom fyrir ekki og þó svo að Keflvíkingar hafi spilað einum færri síðustu mínúturnar, eftir að Jón Gunnar Eysteinsson hafði fengið sitt annað gula spjald, náðu þeir að halda markinu hreinu og innbyrða þrjú mikilvæg stig.

Keflavík - Fram 1-0

1-0 Jóhann Birnir Guðmundsson (52.mín)

Rautt spjald: Jón Gunnar Eysteinsson (85.mín)

Keflavíkurvöllur. Áhorfendur: 878

Dómari: Garðar Örn Hinriksson (7)

Skot (á mark): 10-10 (5-5)

Varin skot: Lasse 4 - Hannes 3

Horn: 3 - 5

Aukaspyrnur fengnar: 11 - 9

Rangstöður: 1 - 4

Keflavík (4-4-2)

Lasse Jörgensen 7 - Maður leiksins

Guðjón Árni Antoníusson 6

Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6

Alen Sutej 7

Brynjar Örn Guðmundsson 7

Magnús Sverrir Þorsteinsson 5

Símun Samuelsen 6

Jón Gunnar Eysteinsson 5

Jóhann Birnir Guðmundsson 6

(77 Einar Orri Einarsson -)

Haukur Ingi Guðnason 6

(52 Magnús Þórir Matthíasson 5)

Hörður Sveinsson 6

Fram (4-5-1)

Hannes Þór Halldórsson 4

Jón Orri Ólafsson 5

(61 Ívar Björnsson 6)

Kristján Hauksson 7

Jón Guðni Fjóluson 6

Samuel Tillen 6

Heiðar Geir Júlíusson 5

(88 Alexander Veigar Þórarinsson -)

Almarr Ormarsson 5

Halldór Hermann Jónsson 6

Paul McShane 6

Josep Tillen 5

Hjálmar Þórarinsson 6

Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Keflavík - Fram.

Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.




Tengdar fréttir

Þorvaldur: Þetta er allt sama sullið

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var vitaskuld ekki ánægður með niðurstöðu leiksins í Keflavík í dag enda Framarar nærri því að ná í stig í Bítlabænum.

Jóhann: Tökum einn leik í einu

Jóhann Birnir Guðmundsson skoraði sigurmark Keflavíkur í leiknum gegn Fram í dag og hann var að vonum kátur með úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×