Fótbolti

Drogba vonast eftir léttari riðli en á síðasta HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba á HM 2006.
Didier Drogba á HM 2006. Mynd/AFP

Didier Drogba, framherji Chelsea og Fílabeinsstrandarinn vonast til þess að Fílabeinsströndin verði heppnari með riðli en á HM í Þýskalandi 2006. Fílabeinsströndin lenti þá í riðli með Argentínu, Hollandi og Serbíu/Svartfjallalandi.

Liðið náði aðeins í stig á móti Serbíu og Svartfjallalandi og komst ekki upp úr riðlinum.

„Ég vonast til að við lendum í betri riðli en 2006 þar sem við reyndum okkar besta en áttum aldrei möguleika á að komast áfram," sagði Drogba.

„Við verðum vonandi heppnari nú með því að sleppa við að mæta þjóðum eins og Brasilíu, Þýskalandi og Englandi," sagði Drogba.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×