Innlent

Vonar að þingmennirnir starfi áfram fyrir Borgarahreyfinguna

Mynd/Valgarður Gíslason
Varaþingmaðurinn Valgeir Skagfjörð hlaut flest atkvæði í stjórnarkjöri Borgarahreyfingarinnar á fyrsta landsfundi hennar sem haldinn var í gær. Þrír þingmenn hreyfingarinnar gengu út af fundi eftir að lög voru sett var þvert á vilja þeirra. Valgeir segist vona að þingmennirnir þrír haldi áfram að starfa fyrir Borgarahreyfinguna.

Niðurstöður í stjórnarkjöri á landsfundi Borgarahreyfingarinnar lágu fyrir á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir dramatískan dag. Atkvæðisrétt í stjórnarkjörinu höfðu 658 félagar en 111 greiddu atkvæði eða um 17%. Atkvæði féllu þannig að Valgeir Skagfjörð fékk 65 atkvæði, Heiða B. Heiðars 60, Sigurður Hr. Sigurðsson 58 og Gunnar Sigurðsson 56 atkvæði.

Miklar deilur hafa staðið um framtíð Borgarahreyfingingarinnar og hvort hún eigi að verða eins og hefðbundinn stjórnmálaflokkur eða hreyfing. Á landsfundinum í gær var ákveðið með 59% atkvæða að Borgarahreyfingin verði stjórnmálaflokkur, bjóði fram í næstu sveitarstjórnarkosningum og verði með valdameiri stjórn en verið hefur. Þessi tillaga var þvert á vilja þingmannanna þriggja sem ruku út af fundi í gær og íhuga nú hvort þeir hyggist starfa áfram fyrir Borgarahreyfinguna.

Valgeir Skagfjörð sem hlaut flest atkvæði á fundinum segist vona að sátt náist innan Borgarahreyfingarinnar. „Ég óska sannarlega eftir því að það verði sættir og að þingmennirnir komi til okkar og sýni vilja til að starfa með okkar," segir varaþingmaðurinn

Valgeir segir deilurnar snúast um ólíka afstöðu félaga borgarahreyfingarinnar um ákveðin málefni. „Þeir eru þingmenn Borgarahreyfingarinnar eins og staðan er í dag en ef þeir velja að að kljúfa sig frá Borgarahreyfingunni þá verður það að vera þeirra val. Við höfum enga lögsögu yfir þingmönnunum," segir Valgeir.

Hann segir deilurnar snúast um ólíka afstöðu félaga B um ákveðin málefni. „Þetta hefur pínulítið snúist um það hverjir eigi að ráða. Við viljum vera lýðræðisleg en það kom í ljós þegar við fórum að skoða málin að Borgarahreyfingin vart eiginlega minnst lýðræðislegust. Þetta kom berlega í ljós á landsfundinum þegar þingmenn gengu út af fundinum í stað þess að lúta lýðræðislegri niðurstöðu kosninga þegar kosið var um tvær tillögur."




Tengdar fréttir

Formaður Borgarahreyfingarinnar: Við gerðum byrjendamistök

Baldvin Jónsson, formaður Borgarahreyfingarinnar, telur flokkinn hafa gert byrjendamistök eftir að hafa náð frábærum árangri í kosningunum í vor. Þetta kom fram í skýrslu stjórnar sem Baldvin flutti eftir að landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst í morgun. Hann sagði núveranandi ríkisstjórn í litlu sem engu hafa breytt út frá stefnu fyrri ríkisstjórnar.

Ný stjórn Borgarahreyfingarinnar kjörin í dag

Landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst klukkan níu í morgun en hann fer fram á Grand Hótel í Reykjavík. Á eftir verða skipulags- og lagabreytingar ræddar sem og skýrslur stjórnar og þingmanna. Stjórnarkjör fer fram klukkan fjögur í dag en tveir hópar hafa tilkynnt um framboð í stjórn flokksins.

Kosið um framtíð Borgarahreyfingarinnar

Kosið verður um það í dag hvort Borgarahreyfingin verði áframhaldandi hreyfing eða hefðbundinn stjórnmálaflokkur á fyrsta landsfundi hreyfingarinnar á Grand hóteli. Hundrað manns sitja nú fundinn og fer stjórnarkjör fram síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×