Innlent

Fjögurra ára gömul börn dæmd skaðabótaskyld

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjögurra ára gömul börn hafa verið dæmd skaðabótaskyld í Danmörku. Mynd/ GVA.
Fjögurra ára gömul börn hafa verið dæmd skaðabótaskyld í Danmörku. Mynd/ GVA.
Dæmi er um að börn niður í 4 ára aldur hafi verið dæmd skaðabótaskyld í dönskum rétti og 6 - 7 ára gömlum í norskum rétti. Þetta kom fram í máli Ingunnar Agnesar Kro héraðsdómslögmanns á sameiginlegri málstofu Lagadeildar Háskóla Íslands og Umboðsmanns barna sem haldinn var í Háskóla Íslands í dag.

Tilefni fundarins var svokallaður Mýrarhúsaskóladómur, þar sem stúlka var dæmd til að greiða kennara sínum 10 milljónir króna vegna slyss sem varð þegar að hún renndi hurð á höfuð kennara síns með þeim afleiðingum að kennarinn hlaut varanlega örorku.

Fá dæmi eru um að börn séu dæmd skaðabótaskyld hér á landi, en í yngsta tilfellinu var barnið 10 ára og sjö mánaða gamalt. Stúlkan í Mýrarhúsaskóla var ellefu ára þegar atvikið átti sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×