Fullkomnasti og flottasti íþróttaleikvangur heims - myndir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. ágúst 2009 22:46 Cowboys Stadium er ótrúlegt mannvirki. Nordic Photos/AFP Í Dallas hefur Jerry Jones, eigandi NFL-liðsins Dallas Cowboys, byggt íþróttamannvirki sem er engu líkt. Mannvirkið hefur verið prufukeyrt í sumar með fótboltaleikjum og tónleikum og bíður nú þess að Dallas Cowboys fari að leika heimaleiki sína á vellinum. Jones hefði hæglega getað gert upp gamla leikvanginn og hann hefði líka getað byggt flottan völl fyrir 650 milljónir dollara. Hann hafði ekki áhuga á því og 1,2 billjónum dollara síðar er draumavöllurinn tilbúinn. „Þetta er alvöru dæmi," sagði Jones og hefur talsvert til síns máls. Leikvangurinn er talinn vera meistaraverk í arkitektúr og verkfræði. Hann þykir minna um margt meira á skemmtigarð en íþróttaleikvang. Það sem fólk tekur fyrst eftir er risaskjárinn sem hangir í loftinu. Hann nær nánast vítateiga á milli og er í háskerpu. Skjárinn er ígildi 2000 sjónvarpstæki af stærðinni 52 tommur. Annað sem vert er að minnast á er þakið sem hægt er að opna og loka að vild. Barirnir á vellinum minna á bari á fimm stjörnu hótelum. Lúxusvíturnar hanga nánast yfir vellinum og bjóða upp á ótrúlegt útsýni. Völlurinn getur svo tekið um 120 þúsund manns í sæti. Jones opnaði dyrnar að þessu ótrúlega mannvirki fyrir tveim mánuðum síðan. Gestir hafa komið í þúsundatali, allir búast við einhverju sem þeir hafa aldrei séð. Þeir upplifa nákvæmlega það og trúa vart því sem þeir sáu er þeir fara heim. Það verður nóg að gera á þessum velli næstu árin. Stjörnuleikur NBA verður þarna í febrúar og Super Bowl-leikurinn árið 2011 verður einnig á þessum velli svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að sjá fleiri myndir af vellinum hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stórar með því að smella á þær. Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Í Dallas hefur Jerry Jones, eigandi NFL-liðsins Dallas Cowboys, byggt íþróttamannvirki sem er engu líkt. Mannvirkið hefur verið prufukeyrt í sumar með fótboltaleikjum og tónleikum og bíður nú þess að Dallas Cowboys fari að leika heimaleiki sína á vellinum. Jones hefði hæglega getað gert upp gamla leikvanginn og hann hefði líka getað byggt flottan völl fyrir 650 milljónir dollara. Hann hafði ekki áhuga á því og 1,2 billjónum dollara síðar er draumavöllurinn tilbúinn. „Þetta er alvöru dæmi," sagði Jones og hefur talsvert til síns máls. Leikvangurinn er talinn vera meistaraverk í arkitektúr og verkfræði. Hann þykir minna um margt meira á skemmtigarð en íþróttaleikvang. Það sem fólk tekur fyrst eftir er risaskjárinn sem hangir í loftinu. Hann nær nánast vítateiga á milli og er í háskerpu. Skjárinn er ígildi 2000 sjónvarpstæki af stærðinni 52 tommur. Annað sem vert er að minnast á er þakið sem hægt er að opna og loka að vild. Barirnir á vellinum minna á bari á fimm stjörnu hótelum. Lúxusvíturnar hanga nánast yfir vellinum og bjóða upp á ótrúlegt útsýni. Völlurinn getur svo tekið um 120 þúsund manns í sæti. Jones opnaði dyrnar að þessu ótrúlega mannvirki fyrir tveim mánuðum síðan. Gestir hafa komið í þúsundatali, allir búast við einhverju sem þeir hafa aldrei séð. Þeir upplifa nákvæmlega það og trúa vart því sem þeir sáu er þeir fara heim. Það verður nóg að gera á þessum velli næstu árin. Stjörnuleikur NBA verður þarna í febrúar og Super Bowl-leikurinn árið 2011 verður einnig á þessum velli svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að sjá fleiri myndir af vellinum hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stórar með því að smella á þær.
Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira