Innlent

Ólíklegt að kosið verði um ESB á mánudag

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. Mynd/GVA
Ólíklegt er að hægt verði að greiða atkvæði um þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á mánudag, eins og forsætisráðherra vonaðist til. Umræður um málið hafa haldið áfram á Alþingi frá klukkan hálf ellefu í morgun og lauk nú á þriðja tímanum. Næsti fundur Alþingis er klukkan þrjú á mánudag en nú eru enn 17 manns á mælendaskrá.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, tvöfaldaði ræðutíma í málinu að ósk þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og hafa þeir þingmenn þessara flokka sem tekið hafa til máls hingað til fullnýtt ræðutíma sinn.

Umræðum gæti lokið á mánudag en ólíklegt er að atkvæðagreiðsla um málið fari fram fyrr en á þriðjudag.


Tengdar fréttir

Ekki útilokað að búið verða sækja um ESB-aðild í næstu viku

Ekki er útilokað að Íslendingar verði búnir að sækja um aðild að Evrópusambandinu fyrir lok næstu viku að mati utanríkisráðherra. Þingsályktunartillaga um aðildarumsókn fer í síðari umræðu á Alþingi á morgun en sjálfstæðismenn ætla að óbreyttu að greiða atkvæði gegn tillögunni.

ESB umsókn líklegast afhent í lok júlí

Líklegt er að umsókn að Evrópusambandinu verði lögð fram á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja sambandsins sem fram fer 27. júlí næstkomandi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Kristján Guy Burgess, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir að málið velti allt á því hvernig mál þróast í þinginu.

Kvartaði undan samflokksmönnum

Alþingi Þingmenn ræddu kosti og galla þess að senda Evrópusambandinu (ESB) aðildar­umsókn í allan gærdag og fram eftir kvöldi, og stóð þingfundur enn þegar Fréttablaðið fór í prentun.

Siv og Guðmundur styðja ESB tillöguna

Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir þingmenn Framsóknarflokksins hafa bæði lýst yfir stuðningi við þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðild að Evrópusambandinu.

Afstaða til aðildarviðræðna að ESB hugsanlega tekin í kvöld

Það gæti legið fyrir í kvöld hvort Íslendingar hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Síðari umræða um ályktun þar að lútandi fer fram á Alþingi í dag. Formaður Framsóknarflokksins leggst gegn því að tillaga stjórnarinnar um aðildarumsókn verði samþykkt.

Birti ESB ummæli þingmanna frá því fyrir kosningar

„Við sem stöndum utan við þingið og fylgjumst með ætlumst til þess að menn fylgi orðum sínum og hugsi um stóru hlutina, en ekki hina smæstu, þegar þeir taka afstöðu í mikilvægum málum," segir Mörður Árnason, fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu.

Áfram rætt um aðildarumsókn

Síðari umræða um þingsályktun ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við Evrópusambandið stóðu fram undir miðnætti í nótt og hefjast aftur klukkan hálf ellefu. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins, sem talin er vera mikill andstæðingur Evrópusambands aðildar, lagði í gær fram breytingartillögu við ályktunina, þar sem ítarlegra er farið í skilyrði fyrir aðild í tillögu greininni sjálfri.

ESB á dagskrá þingsins í dag

Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu verður tekin til síðari umræðu í þinginu í dag. Þingfundur hófst klukkan 10:30 og er aðildarályktunin sjötta mál á dagskrá.

Óvíst með afstöðu þingmanna Framsóknarflokksins

Líklegt er að að meirihluti þingflokks Framsóknarflokksins greiði annað hvort atkvæði gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu eða sitji hjá við atkvæðagreiðsluna. Umræðum um aðildarumsóknina var framhaldið á Alþingi í morgun.

Ásmundur sængar ekki með sjálfstæðismönnum

„Tillagan kemur sennilega fram en ég verð ekki á henni," segir þingmaður Vinstri grænna, Ásmundur Einar Daðason, en hann vann að breytingatillögu ásamt Sjálfstæðisflokknum við ESB tillöguna varðandi tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu í Evrópusambandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×