Áfram þokast í viðræðum um Icesave 26. september 2009 02:00 ósáttir Stuðningsmenn hollenska landsliðsins í knattspyrnu minntu á Icesave-skuldbindingar Íslendinga í leik landanna í undankeppni HM sem fram fór í Rotterdam í október í fyrra.nordicphotos/afp Vonir stóðu til að hægt yrði að ljúka Icesave-málinu í þessari viku, en þær vonir eru nú brostnar. Viðræður hafa staðið yfir milli fulltrúa ríkjanna þriggja og hefur málið þokast áfram. Jóhanna Sigurðardóttir sagðist í byrjun vikunnar vonast eftir lúkningu málsins fyrir helgi. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði hún óvíst hvort málið kláraðist fljótt eða nokkra daga þyrfti til viðbótar. „Síðast þegar ég frétti af þessu í gær [fimmtudag] þokaðist eitthvað áfram, en það er ekki komið svo langt að við getum sagt að það sé komin niðurstaða sem allar þjóðirnar sætta sig við." Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær fullyrti Már Guðmundsson seðlabankastjóri að lækkun stýrivaxta hefði strandað á Icesave. Það tefði fyrir endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og láni frá Norðurlöndunum. Már bað þá sem standa í vegi fyrir því að hugsa sig tvisvar, ef ekki þrisvar um. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur verið á Norður- og Austurlandi síðustu daga, að funda um vegagerðar- og sveitarstjórnarmál. Hann er væntanlegur til Reykjavíkur í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þó engir fundir áætlaðir um málið yfir helgina. Jóhanna sagði vissulega vonbrigði að ekki hefði tekist að ljúka málinu fyrir helgi eins og stefnt var að. Hún tekur undir með seðlabankastjóra að áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandalánin hangi á Icesave-spýtunni. „Það hangir ýmislegt á þessu, lánsfjármat þjóðarinnar getur hangið á þessu. Ég reikna með að það hafi verið partur af niðurstöðunni sem menn komust að í gær með stýrivextina að þetta mál er ekki enn komið í höfn." Forsætisráðherra segist þó ekki telja að Bretar og Hollendingar setji vísvitandi pressu á Íslendinga. „Nei, ég trúi því ekki að þeir haldi á málunum með þeim hætti. Ég geri mér grein fyrir því að þeir eru í erfiðleikum heima fyrir með þetta mál, en mér finnst menn vinna á þeim nótum að þeir hafi skilning á aðstæðum hver annars og það er auðvitað leiðin til að ná niðurstöðu." Alþingi verður sett á fimmtudag, en ráðamenn hafa sagt að breytingar á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave þurfi að koma til kasta þingsins. kolbeinn@frettabladid.is brjann@frettabladid.is Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Vonir stóðu til að hægt yrði að ljúka Icesave-málinu í þessari viku, en þær vonir eru nú brostnar. Viðræður hafa staðið yfir milli fulltrúa ríkjanna þriggja og hefur málið þokast áfram. Jóhanna Sigurðardóttir sagðist í byrjun vikunnar vonast eftir lúkningu málsins fyrir helgi. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði hún óvíst hvort málið kláraðist fljótt eða nokkra daga þyrfti til viðbótar. „Síðast þegar ég frétti af þessu í gær [fimmtudag] þokaðist eitthvað áfram, en það er ekki komið svo langt að við getum sagt að það sé komin niðurstaða sem allar þjóðirnar sætta sig við." Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær fullyrti Már Guðmundsson seðlabankastjóri að lækkun stýrivaxta hefði strandað á Icesave. Það tefði fyrir endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og láni frá Norðurlöndunum. Már bað þá sem standa í vegi fyrir því að hugsa sig tvisvar, ef ekki þrisvar um. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur verið á Norður- og Austurlandi síðustu daga, að funda um vegagerðar- og sveitarstjórnarmál. Hann er væntanlegur til Reykjavíkur í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þó engir fundir áætlaðir um málið yfir helgina. Jóhanna sagði vissulega vonbrigði að ekki hefði tekist að ljúka málinu fyrir helgi eins og stefnt var að. Hún tekur undir með seðlabankastjóra að áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandalánin hangi á Icesave-spýtunni. „Það hangir ýmislegt á þessu, lánsfjármat þjóðarinnar getur hangið á þessu. Ég reikna með að það hafi verið partur af niðurstöðunni sem menn komust að í gær með stýrivextina að þetta mál er ekki enn komið í höfn." Forsætisráðherra segist þó ekki telja að Bretar og Hollendingar setji vísvitandi pressu á Íslendinga. „Nei, ég trúi því ekki að þeir haldi á málunum með þeim hætti. Ég geri mér grein fyrir því að þeir eru í erfiðleikum heima fyrir með þetta mál, en mér finnst menn vinna á þeim nótum að þeir hafi skilning á aðstæðum hver annars og það er auðvitað leiðin til að ná niðurstöðu." Alþingi verður sett á fimmtudag, en ráðamenn hafa sagt að breytingar á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave þurfi að koma til kasta þingsins. kolbeinn@frettabladid.is brjann@frettabladid.is
Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira