Erlent

Rændu greiðslukortum vopnaðir skrúfjárnum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Úr hverfinu.
Úr hverfinu.

Tveir ungir menn voru rændir kreditkortum og neyddir til þess að gefa upp PIN-númer kortanna á Nørrebro í Kaupmannahöfn á sunnudagskvöldið. Ræningjarnir voru tveir menn af arabískum uppruna, vopnaðir skrúfjárnum. Ekkert lát virðist ætla að vera á vargöldinni í þessu alræmda hverfi sem er orðið þekkt fyrir tíða skotbardaga, rán og morð. Lögregla hefur ekki haft hendur í hári ræningjanna enn sem komið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×