Innlent

Leigukvótaviðskipti með allra minnsta móti

Ingimar Karl Helgason skrifar

Viðskipti með leigukvóta eru með allra minnsta móti, jafnvel miðað við árstíma, segir kvótamiðlari. Hann telur meðal annars að frysting lána hjá útgerðum skýri lítil viðskipti. Landssamband íslenskra útvegsmanna telur að einnig verði erfitt að fá leigukvóta á nýju fiskveiðiári.

Lítið sem ekkert framboð hefur verið á fiskveiðikvóta til leigu undanfarna tvo mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Menn telji jafnframt að einnig verði erfitt að fá leigukvóta eftir að nýtt fiskveiðiár hefst um mánaðamótin.

Vilhjálmur Ólafsson, kvótamiðlari, segir viðskipti með leigukvóta vera með allra minnsta móti.

Vilhjálmur nefnir rýmri reglur um geymslu kvóta milli fiskveiðiára. Neikvæð umræða um kvótaleigu hafi einnig áhrif. Einnig hafi veiðar gengið vel og kvótinn nú sé meira eða minna búinn.

Hann segir kvótaskort hafa ýmsar afleiðingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×