Erlent

Flugræninginn á Jamaíku gafst upp

Boeing 737 þota CanJet í morgun.
Boeing 737 þota CanJet í morgun. MYND/AP

Jamaískur karlmaður sem tók áhöfn kanadískrar farþegaflugvélar í gíslingu í Montego-flóa á Jamaíku í nótt gafst upp nú skömmu fyrir fréttir. Jamaísk yfirvöld segja manninn rétt rúmlega tvítugan og eiga við andlega erfiðleika að stríða.

Maðurinn réðst um borð í flugvélina og rændi verðmætum af farþegum. Síðan sleppti hann þeim en hélt eftir sex áhafnarmeðlimum í gíslinu. Hann krafðist þess að flogið yrði með hann til Kúbu.

Maðurinn sleppti gíslunum sex nú rétt í þessu og gaf sig fram við lögreglu. Engan sakaði.




Tengdar fréttir

Rændi kanadískri þotu á Jamaíka

Flugræningi á Jamaíka heldur fimm manna áhöfn og tveimur farþegum í gíslingu um borð í þotu á flugvellinum í Montego-flóa. Maðurinn mun hafa komist um borð í þotuna, sem var að leggja af stað til Halifax í Kanada, með því að sýna öryggisvörðum fölsuð skilríki. Hann hefur þegar leyft 167 farþegum að fara frá borði en ekki er enn ljóst hverjar kröfur hans eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×