Erlent

Áströlskum hermönnum fjölgar í Afganistan

Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu.
Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu. Mynd/AP
Ríkisstjórn Ástralíu hefur ákveðið fjölga um 450 hermenn í herliði landsins í Afganistan. Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, sagði þetta gert til að herða sóknina gegn Talibönum sem hafa að undanförnu styrkt stöðu sína víða í landinu. Áströlsku hermönnunum er einkum ætlað að þjálfa afganska lögreglumenn og öryggissveitir.

„Við verðum að hindra að Afganistan verði miðpunktur og æfingasvæði fyrir hryðjaverkamenn og starfsemi þeirra á heimsvísu,“ sagði Rudd á fundi með blaðamönnum.

Eftir þetta verða rúmlega 1550 ástralskir hermenn í Afganistan sem er mesti fjöldi hermanna einnar þjóðar fyrir utan NATÓ-þjóðirnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×