Enski boltinn

Roy Keane byrjaður að hreinsa til hjá Ipswich

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roy Keane, nýráðinn stjóri enska b-deildarliðsins Ipswich.
Roy Keane, nýráðinn stjóri enska b-deildarliðsins Ipswich. Mynd/AFP

Roy Keane, nýráðinn stjóri enska b-deildarliðsins Ipswich, hefur þegar tekið til hendinni í að byggja upp nýtt lið. Hann hefur tilkynnt sjö leikmönnum liðsins sem eru að renna út á samningi að þeir fái ekki nýjan samning.

Leikmennirnir eru Ivan Campo, Tommy Miller, Billy Clarke, Dean Bowditch, Chris Casement, Jai Reason og Kurt Robinson. Hinn 35 ára Ivan Campo er þeirra frægastur en hann lék um tíma með bæði Real Madrid og Bolton.

Keane á enn eftir að ræða framhaldið við Matt Richards, Liam Trotter og Dan Harding og er því heldur ekki ljóst hvort þeir haldi áfram á Portman Road. Keane segir hinsvegar að hann ætli að gera nýja samninga við Alex Bruce, Shane Supple og Ed Upson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×