Enski boltinn

Ferguson og Arshavin bestir í apríl-mánuði

Andrey Arshavin, leikmaður Arsenal.
Andrey Arshavin, leikmaður Arsenal. Mynd/AFP

Alex Ferguson, stjóri Manchester United og Andrey Arshavin, leikmaður Arsenal, fengu í dag verðlaun ensku úrvalsdeildarinnar fyrir maímánuð.

Þetta er í 23. sinn sem Alex Ferguson er kosinn besti stjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. United-liðið hefur aðeins tapað 2 af síðustu 23 leikjum undir hans stjórn.

Andrey Arshavin hefur slegið í gegn hjá Arsenal á vormánuðunum og skoraði meðal annars fernu í leik á móti Liverpool á dögunum. Hann er fyrsti Rússin sem er kosinn besti leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×