Enski boltinn

Dreymir að vera goðsögn eins og Giggs og Scholes

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Ireland hefur leikið vel með Manchester City.
Stephen Ireland hefur leikið vel með Manchester City. Mynd/AFP

Stephen Ireland hefur leikið vel með Manchester City á þessu tímabili og var einn af þeim sem kom sterklega til greina sem besti ungi leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni í ár. Ireland dreymir um að eiga langan og farsælan feril í herbúðum Manchester City.

„Ég vildi ná að gera það sem Paul Scholes og Ryan Giggs hafa gert hjá Mancheter United. Þeir hafa þjónustað klúbbinn frábærlega og unnið fullt af titlum með liðinu," sagði Ireland í viðtalið við Manchester Evening News.

„Það er minn draumur að þegar ég er orðinn 33 eða 34 ára gamall þá væri ég enn á miðjunni hjá City og elskaði enn að spila fótbolta. Þá væri gaman að vera búinn að vinna titla með félaginu og búinn að búin að mynda sterk tengsl við stuðningsmenn félagsins," sagði Ireland.

„Ég vil feta sömu slóð og þeir Scholes og Gigg hafa gert og það er stefnan að spila hér svo lengi að ein stúkan verði nefnd eftir mér," sagði Ireland í léttum tón.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×