Enski boltinn

Tímabilið búið hjá Wes Brown

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wes Brown í leik með United.
Wes Brown í leik með United. Nordic Photos / Getty Images
Wes Brown, leikmaður Manchester United, leikur ekki meira með liðinu á núverandi leiktíð vegna meiðsla.

Brown er meiddur á fæti og missir því bæði af lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. United á titil að verja í báðum keppnum.

Brown spilaði síðast með United í janúar og hefur aðeins tekið þátt í nokkrum leikjum með varaliðinu síðan þá. Meiðslin tóku sig hins vegar upp á æfingu nú í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×