Nýjar útfærslur breyta ekki afstöðu stjórnarandstöðu 10. ágúst 2009 06:00 Ekki tókst að ná þverpólitískri samstöðu um lausn á deilum vegna Icesave-samkomulagsins á fundi fulltrúa allra flokka í gær, eins og vonir höfðu staðið til. Til stóð að ljúka umræðum um málið í fjárlaganefnd í dag og hefja aðra umræðu á Alþingi á morgun, en fullljóst er talið að af því verði ekki. Fulltrúar allra flokka í fjárlaganefnd áttu óformlegan fund í gær þar sem rætt var um frumvarp stjórnvalda um ríkisábyrgð vegna Icesave-samningsins. Þar lagði Guðbjartur Hannesson, formaður nefndarinnar, fram nýjar tillögur að mögulegum fyrirvörum Alþingis við frumvarpið. Fundarmenn vildu í gær ekki upplýsa hvað kæmi fram í tillögunum, en heimildir Fréttablaðsins herma að um sé að ræða útfærslur á fyrirvörum sem hafi áður verið til umræðu. Þeir fyrirvarar snúast til dæmis um þróun efnahagsmála hér á landi næstu árin, greiðslugetu landsins og lagalega þætti. Engin samstaða náðist um tillögurnar í gær, en fyrir fundinn virtust fulltrúar stjórnarmeirihlutans fremur vongóðir um að málið væri að leysast. Fjárlaganefnd mun funda um málið í dag. „Ég er mjög efins um að við værum að gera rétt með því að sauma saman einhverja fyrirvara," segir Höskuldur Þórhallsson, fulltrúi Framsóknarflokks í nefndinni. „Það væri hreinlegast að segja við Breta og Hollendinga að það sé ekki meirihluti fyrir þessu á Alþingi, og senda nýja samninganefnd til að reyna að ná mannsæmandi samningi," segir Höskuldur. Þingmenn sem rætt var við í gær fullyrða að ekki sé þingmeirihluti fyrir því að samþykkja stjórnarfrumvarpið, hvort sem er með fyrirvörum eða óbreytt. „Ég hefði talið eðlilegast að Alþingi lýsti því yfir að sátt væri um að semja um Icesave, en ekki á þessum grunni," segir Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd. Hann segir að leita verði samninga á öðrum grunni en gert hafi verið. Enginn sé að útiloka fyrirfram að gera einhvers konar fyrirvara við þann samning sem gerður hafi verið og vinna út frá því. Vandi ríkisstjórnarinnar sé sá að ekki sé meirihluti fyrir þeirri lausn. Þór Saari, fulltrúi Borgarahreyfingarinnar í fjárlaganefnd, segist vonast til þess að sátt náist um fyrirvara við frumvarp ríkisstjórnarinnar. Náist sátt um þá sé það Breta og Hollendinga að hafa frumkvæði að því að semja að nýju. Fyrirvararnir geri því vart annað en að styrkja samningsstöðu Íslands.- bj Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Ekki tókst að ná þverpólitískri samstöðu um lausn á deilum vegna Icesave-samkomulagsins á fundi fulltrúa allra flokka í gær, eins og vonir höfðu staðið til. Til stóð að ljúka umræðum um málið í fjárlaganefnd í dag og hefja aðra umræðu á Alþingi á morgun, en fullljóst er talið að af því verði ekki. Fulltrúar allra flokka í fjárlaganefnd áttu óformlegan fund í gær þar sem rætt var um frumvarp stjórnvalda um ríkisábyrgð vegna Icesave-samningsins. Þar lagði Guðbjartur Hannesson, formaður nefndarinnar, fram nýjar tillögur að mögulegum fyrirvörum Alþingis við frumvarpið. Fundarmenn vildu í gær ekki upplýsa hvað kæmi fram í tillögunum, en heimildir Fréttablaðsins herma að um sé að ræða útfærslur á fyrirvörum sem hafi áður verið til umræðu. Þeir fyrirvarar snúast til dæmis um þróun efnahagsmála hér á landi næstu árin, greiðslugetu landsins og lagalega þætti. Engin samstaða náðist um tillögurnar í gær, en fyrir fundinn virtust fulltrúar stjórnarmeirihlutans fremur vongóðir um að málið væri að leysast. Fjárlaganefnd mun funda um málið í dag. „Ég er mjög efins um að við værum að gera rétt með því að sauma saman einhverja fyrirvara," segir Höskuldur Þórhallsson, fulltrúi Framsóknarflokks í nefndinni. „Það væri hreinlegast að segja við Breta og Hollendinga að það sé ekki meirihluti fyrir þessu á Alþingi, og senda nýja samninganefnd til að reyna að ná mannsæmandi samningi," segir Höskuldur. Þingmenn sem rætt var við í gær fullyrða að ekki sé þingmeirihluti fyrir því að samþykkja stjórnarfrumvarpið, hvort sem er með fyrirvörum eða óbreytt. „Ég hefði talið eðlilegast að Alþingi lýsti því yfir að sátt væri um að semja um Icesave, en ekki á þessum grunni," segir Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd. Hann segir að leita verði samninga á öðrum grunni en gert hafi verið. Enginn sé að útiloka fyrirfram að gera einhvers konar fyrirvara við þann samning sem gerður hafi verið og vinna út frá því. Vandi ríkisstjórnarinnar sé sá að ekki sé meirihluti fyrir þeirri lausn. Þór Saari, fulltrúi Borgarahreyfingarinnar í fjárlaganefnd, segist vonast til þess að sátt náist um fyrirvara við frumvarp ríkisstjórnarinnar. Náist sátt um þá sé það Breta og Hollendinga að hafa frumkvæði að því að semja að nýju. Fyrirvararnir geri því vart annað en að styrkja samningsstöðu Íslands.- bj
Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira