Innlent

Ákvæði aðildarsamnings jafnvæg sáttmála

Stefán Már Stefánsson
Stefán Már Stefánsson

Ákvæði aðildarsamnings að Evrópusambandinu hafa að Evrópurétti jafnt vægi á við ákvæði sjálfs stofnsáttmála ESB. Þannig er lögformlega ekkert því til fyrirstöðu að samið sé um frávik frá ákvæðum stofnsáttmálans í slíkum aðildarsamningi, til dæmis varðandi sameiginlega sjávar­útvegsstefnu ESB.

Þetta sagði Stefán Már Stefáns­son lagaprófessor í erindi sem hann hélt á morgunfundi hjá Félagi íslenskra stórkaupmanna í gær, en framsöguerindi hans bar yfirskriftina „Um hvað er hægt að semja við ESB og hvað ekki?“ Grundvallaratriði í að ná árangri í aðildarviðræðum taldi hann vera skýr samningsmarkmið. - aa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×