Innlent

Vilja sumarannir við HÍ

Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, boðar til setuverkfalls fyrir utan skrifstofu Háskólarektors í dag. Tilgangur setuverkfallsins er að knýja skólayfirvöld til að taka upp sumarannir við skólann.

Setuverkfallið hefst klukkan átta og þar verður setið til klukkan eitt eftir hádegi.

Könnun sem stúdentaráð gerði bendir til þess að tæplega 13.000 háskólastúdentar gætu verið án atvinnu í sumar. Fundað verður um málið í Háskólaráði í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×