Íslenski boltinn

Ásgeir Börkur: Svekkjandi að fá ekkert út úr þessu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis. Mynd/Valli
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, jaxlinn á miðjunni hjá Fylki, var að vonum svekktur að fá ekki stig í það minnsta út úr leiknum gegn FH í kvöld.

"Það er mikill karakter í þessu liði eins og við höfum sýnt áður á tímabilinu þannig að það kom mér ekki á óvart að við kæmum til baka eftir að lenda undir snemma. Maður veit alltaf að þetta er ekki búið þó maður lendi undir og menn í þessu liði hræðast hvorki FH né annað lið. Við peppum hvern annan áfram og vinnum vel saman. Það er bara barátta og samstaða í þessu liði."

"Það er mjög svekkjandi að fá ekkert út úr þessum leik en svona er þetta. FH er með hörkulið og er með leikmenn sem geta breytt gangi leiksins. Við erum líka með hörkuleikmenn fram á við en því miður datt þetta þeirra megin í dag."

"Það þarf að taka fast á FH. Þeir eru alltaf á hreyfingu og þarf að vera nálægt þeim og taka fast á þeim. Þá riðlast þeirra leikur. Það eins sem dugar gegn þeim er að sýna hörku," sagði Ásgeir að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×