Íslenski boltinn

Arnór Sveinn sá um Hött í framlengingu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika.

Breiðablik vann sigur á 2. deildarliði Hattar frá Egilsstöðum 3-1 í VISA-bikarnum í dag. Staðan var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma en Arnór Sveinn Aðalsteinsson skoraði bæði mörkin í framlengingunni og skaut Blikum áfram.

Fyrri hálfleikur var tíðindalítill en eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik kom Anton Ástvaldsson Hetti óvænt yfir. Blikum tókst svo að jafna á 80. mínútu þegar Elfar Freyr Helgason skoraði.

Blikar höfðu öll völd í framlengingunni og skoruðu í sitthvorum hálfleik hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×