Íslenski boltinn

FH vann ÍBV í framlengingu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Tryggvi braut ísinn í Vestmannaeyjum í dag.
Tryggvi braut ísinn í Vestmannaeyjum í dag.

Alexander Söderlund skoraði sigurmark FH sem vann ÍBV í framlengdum bikarleik í Vestmannaeyjum í dag. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2-2 en Söderlund skoraði sigurmarkið á 118. mínútu.

Tryggvi Guðmundsson kom FH yfir eftir tíu mínútna leik en Tonny Mawejje jafnaði fimm mínútum síðar. Atli Guðnason kom FH aftur yfir á 80. mínútu en á 87. mínútu jafnaði Ajay Leitch-Smith og því framlengt.

Söderlund kom inn sem varamaður í leiknum og tryggði FH sæti í átta liða úrslitum eftir klafs í teignum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×