Fótbolti

Torres vill mæta Gerrard í úrslitaleik HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Torres og Steven Gerrard fagna saman marki.
Fernando Torres og Steven Gerrard fagna saman marki. Nordic Photos / Getty Images

Fernando Torres myndi gjarnan vilja mæta Steven Gerrard í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem fer fram í Suður-Afríku í sumar.

Torres er lykilmaður í landsliði Evrópumeistara Spánar og Gerrard gegnir sömuleiðis stóru hlutverki í enska landsliðinu. Saman leika þeir hjá Liverpool.

„Okkar samband er mjög gott og það er frábært að spila með Stevie. Hann býr yfir miklum hæfileikum og hraða. Hann er besti leikmaðurinn sem ég hef spilað með nokkru sinni og vonast ég til að spila með honum áfram í mörg ár enn."

„Hann reyndist mjög viljugur að hjálpa mér að koma mér fyrir strax frá fyrsta degi og hefur reynst mér mjög vel. Nú vil ég spila á móti Stevie í úrslitaleik HM. Það væri mjög sérstakt ef England og Spánn myndu mætast í úrslitaleiknum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×