Andrea Róberts býr til hjörtu 11. febrúar 2009 14:48 Andrea Róberts. Andrea Róberts er að framleiða hjörtu sem vakið hafa athygli. Þau hafa fengið nafnið Jórunn og eru virðingavottur við Jórunni Brynjólfsdóttur sem rak Jórunnarbúð á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs þar til í fyrra. „Jórunn átti það til að láta hvítt lítið hjarta fylgja í kaupbæti í búðinni og í hennar huga var hjartað tákn kærleikans. Allir virðast muna eftir Jórunni og ég hef heyrt ófáar sögurnar. Hún gleymist ekki auðveldlega en mig langaði samt að minnast hennar með einhverjum hætti. Það er ekki eins og það sé allt löðrandi í minnisvörðum um konur þegar við lítum í kringum okkur," svarar Andrea aðspurð hvernig hugmyndin að Jórunnarhjörtunum kviknaði. Jórunn lést seint á síðast ári 98 ára gömul en vann í verslun sinni þar til í apríl og tók leigubíl af Grund í vinnuna. Jórunn er hjartalaga trúnaðarvinur sem alltaf er til staðar og sér til þess að allt fari vel. „Hjartað er hugsað sem falleg gjöf sem mér finnst eiga við bæði í gleði og sorg. Þetta er einhvern veginn þannig. Hentar öllum aldri og eitthvað fyrir alla. Hjörtunum hefur verið komið fyrir á blúndubeði í öskju og það er hægt að hafa hjartað í öskjunni en einnig er hægt að hengja það upp á keðju," segir Andrea. „Efnið sem ég notað í hjörtun eru gardínur, dúkar og sængurföt eða þá vöruflokka sem fengust í Jórunnarbúð. Endurvinna það sem Jórunn seldi. Fyrsta sendingin er að mestu gerð úr skrautlegum munaðarlausum gardínum sem ég keypti fyrir nokkru. Þeim leið ekki vel í kassanum og var farið að leiðast. Hjörtun finna síðan sinn karakter með mismiklu glingri og skrauti þó. Ekkert hjarta er eins og þau eru mjög ólík en eru öll með keðju þannig að hægt er að hengja það upp." „Ekki myndi ég vilja lifa án íslenskrar hönnunar og fallegra hluta með notagildi. Maður finnur að gildin eru nú að breytast eftir að kreppan skall á og öll sköpun og heilaflipp fær loksins rými. En það var vafalítið mikið verslað af íslenskri hönnun fyrir kreppuna. Sama hvað þá verðum við alltaf að vera dugleg að velja íslenskt." „Mér finnst mikilvægt að hafa svona hluti fyrir augunum heima hjá mér. Eitthvað sem minnir mig á hið góða og fallega minningar. Það auðveldar mér við að sækja í uppbyggilegar tilfinningar. En síðan er hægt að geyma hjartað bara í öskjunni. Í botninum er síðan miði sem segir frá hjartanu; að Jórunni getur þú hvíslað leyndarmálum, markmiðum, áhyggjum og vonum. Hún er ávallt tilbúin til að hlusta og er ætíð til staðar. Hún leysir jafnframt öll mál og sér til þess að allt fari vel. Jórunn er trúnaðarvinkona og ljós. Hún Jórunn er hjarta." Hvað kom til að þú byrjaðir að hanna? „Hjörtun eru gerð í minningu Jórunnar. Síðan hefur þetta orðið mín hugleiðsla. Ég sest við skrifborðið dauðþreytt en stend aftur upp hress og orkumikil. Hjörtun hafa vakið athygli og þegar ég fór með þau í Epal og Kraum var kominn nettur biðlisti. Það var hressandi." Er eitthvað annað á teikniborðinu hjá þér núna? „Fjölmargar hugmyndir eru á teikniborðinu. Nú, síðan er aldrei að vita hvað mömmuklubburinn sem ég er í kemur til með að gera eða þessir yndislegu orkumiklu vinir sem ég á. Þegar góðar konur koma saman gerast magnaðir hlutir og orkan verður áþreyfanleg. Enda er ekkert betra en vinátta sterkra kvenna." „Það er alltaf tilefni til að gleðja gullmolana sína. Nú síðan er Valentínusardagurinn á laugardaginn, konudagurinn síðar í mánuðinum," segir Andrea. Hafði ástandið í samfélaginu áhrif á það að þú fórst að hanna?„Er ekki málið að vera breytingin sem þú vilt sjá í heiminum? Ég hef ekki verið mjög virk í búsáhaldabyltingunni í miðbænum og þetta er kannski mitt framlag til ástandsins að reyna að miðla kærleika í formi hjarta. Síðan er kreppuorkan þannig í samfélaginu að hún ýtti mér áfram og ekkert múður. Það er jákvætt." Hvernig er lífið í sveitinni?„Það er fyndið til þess að hugsa að ég hafi verið send í sveit þegar ég var lítil hingað í Hvalfjörðinn sem ég á nú heima. Þetta var svaka langt ferðalag á þeim tíma í mínum huga og það er nú saga að segja frá þeirri stuttu dvöl. Bóndinn sendi mig heim með fyrstu rútu eftir að ég reifst við hann." „Tónelska bæjarbarnið trylltist við matarborðið þegar það fekk ekki að hlusta á eitthvað ferskt og brakandi. Rás 2 var þá nýkomin í loftið og var það góð að ég var ekki tilbúin að gefa mig. Það var kannski ágætt að ég var send heim, ég lifði bara á djús og meikaði ekki þegar bóndinn sagði mér hvað kindin hét sem við vorum að borða. Of miklar upplýsingar fyrir mína parta. Annars finnst mér ég búa í jólakorti þessa dagana hér í Kjósinni, veðrið er búið að vera svo yndislegt. Svo er svo hressandi að fá flyera um fjósainnréttingar og nýjustu traktorana. Nú svo var mér að berast boðskort á formlega opnun Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands. Kannski að ég skelli mér." Jórunnarhjörtun fást í Epal Skeifunni 6 og Keflavíkurflugvelli, Kraum Aðalstræti 10 og Börnum náttúrunnar Skólavörðustíg 17a. Hvað er framundan hjá þér? „Ég hef nú alltaf verið áhættumeðvituð og stend ágætlega og hef heilsuna og gullmolana mína þannig að ég hef ekki yfir miklu að kvarta í kreppunni þannig. Ástandið kennir væntanlega einhverjum að meta hitt og þetta og gildin virðast vera að breytast. En að það þurfi ískalt hlaupið í hnakkan til að skilja að flatskjárinn verði ekki flatari og að hér verið gert hlé á neyslufylleríinu er of dramatískur endir fyrir mína parta. Planið hjá mér er bara að vera andlega snobbuð og reyna að njóta augnabliksins," segir Andrea. „Skóli er ekki endilega góður staður til að læra á en háskólanám hefur gert mér gott og masterinn var fínn. Þess vegna fer ég kannski í doktorsnám næst en annars á ég að hefja störf í mars/apríl eftir fæðingarorlofið. En fyrst er að safna sér almennilega saman eftir barnsburð, fæðingu og frumraun sem móðir." „Við erum ekki bara að ala upp strák heldur föður, maka og góða manneskju. Það er vandaverk," segir Andrea áður en kvatt er. Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Andrea Róberts er að framleiða hjörtu sem vakið hafa athygli. Þau hafa fengið nafnið Jórunn og eru virðingavottur við Jórunni Brynjólfsdóttur sem rak Jórunnarbúð á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs þar til í fyrra. „Jórunn átti það til að láta hvítt lítið hjarta fylgja í kaupbæti í búðinni og í hennar huga var hjartað tákn kærleikans. Allir virðast muna eftir Jórunni og ég hef heyrt ófáar sögurnar. Hún gleymist ekki auðveldlega en mig langaði samt að minnast hennar með einhverjum hætti. Það er ekki eins og það sé allt löðrandi í minnisvörðum um konur þegar við lítum í kringum okkur," svarar Andrea aðspurð hvernig hugmyndin að Jórunnarhjörtunum kviknaði. Jórunn lést seint á síðast ári 98 ára gömul en vann í verslun sinni þar til í apríl og tók leigubíl af Grund í vinnuna. Jórunn er hjartalaga trúnaðarvinur sem alltaf er til staðar og sér til þess að allt fari vel. „Hjartað er hugsað sem falleg gjöf sem mér finnst eiga við bæði í gleði og sorg. Þetta er einhvern veginn þannig. Hentar öllum aldri og eitthvað fyrir alla. Hjörtunum hefur verið komið fyrir á blúndubeði í öskju og það er hægt að hafa hjartað í öskjunni en einnig er hægt að hengja það upp á keðju," segir Andrea. „Efnið sem ég notað í hjörtun eru gardínur, dúkar og sængurföt eða þá vöruflokka sem fengust í Jórunnarbúð. Endurvinna það sem Jórunn seldi. Fyrsta sendingin er að mestu gerð úr skrautlegum munaðarlausum gardínum sem ég keypti fyrir nokkru. Þeim leið ekki vel í kassanum og var farið að leiðast. Hjörtun finna síðan sinn karakter með mismiklu glingri og skrauti þó. Ekkert hjarta er eins og þau eru mjög ólík en eru öll með keðju þannig að hægt er að hengja það upp." „Ekki myndi ég vilja lifa án íslenskrar hönnunar og fallegra hluta með notagildi. Maður finnur að gildin eru nú að breytast eftir að kreppan skall á og öll sköpun og heilaflipp fær loksins rými. En það var vafalítið mikið verslað af íslenskri hönnun fyrir kreppuna. Sama hvað þá verðum við alltaf að vera dugleg að velja íslenskt." „Mér finnst mikilvægt að hafa svona hluti fyrir augunum heima hjá mér. Eitthvað sem minnir mig á hið góða og fallega minningar. Það auðveldar mér við að sækja í uppbyggilegar tilfinningar. En síðan er hægt að geyma hjartað bara í öskjunni. Í botninum er síðan miði sem segir frá hjartanu; að Jórunni getur þú hvíslað leyndarmálum, markmiðum, áhyggjum og vonum. Hún er ávallt tilbúin til að hlusta og er ætíð til staðar. Hún leysir jafnframt öll mál og sér til þess að allt fari vel. Jórunn er trúnaðarvinkona og ljós. Hún Jórunn er hjarta." Hvað kom til að þú byrjaðir að hanna? „Hjörtun eru gerð í minningu Jórunnar. Síðan hefur þetta orðið mín hugleiðsla. Ég sest við skrifborðið dauðþreytt en stend aftur upp hress og orkumikil. Hjörtun hafa vakið athygli og þegar ég fór með þau í Epal og Kraum var kominn nettur biðlisti. Það var hressandi." Er eitthvað annað á teikniborðinu hjá þér núna? „Fjölmargar hugmyndir eru á teikniborðinu. Nú, síðan er aldrei að vita hvað mömmuklubburinn sem ég er í kemur til með að gera eða þessir yndislegu orkumiklu vinir sem ég á. Þegar góðar konur koma saman gerast magnaðir hlutir og orkan verður áþreyfanleg. Enda er ekkert betra en vinátta sterkra kvenna." „Það er alltaf tilefni til að gleðja gullmolana sína. Nú síðan er Valentínusardagurinn á laugardaginn, konudagurinn síðar í mánuðinum," segir Andrea. Hafði ástandið í samfélaginu áhrif á það að þú fórst að hanna?„Er ekki málið að vera breytingin sem þú vilt sjá í heiminum? Ég hef ekki verið mjög virk í búsáhaldabyltingunni í miðbænum og þetta er kannski mitt framlag til ástandsins að reyna að miðla kærleika í formi hjarta. Síðan er kreppuorkan þannig í samfélaginu að hún ýtti mér áfram og ekkert múður. Það er jákvætt." Hvernig er lífið í sveitinni?„Það er fyndið til þess að hugsa að ég hafi verið send í sveit þegar ég var lítil hingað í Hvalfjörðinn sem ég á nú heima. Þetta var svaka langt ferðalag á þeim tíma í mínum huga og það er nú saga að segja frá þeirri stuttu dvöl. Bóndinn sendi mig heim með fyrstu rútu eftir að ég reifst við hann." „Tónelska bæjarbarnið trylltist við matarborðið þegar það fekk ekki að hlusta á eitthvað ferskt og brakandi. Rás 2 var þá nýkomin í loftið og var það góð að ég var ekki tilbúin að gefa mig. Það var kannski ágætt að ég var send heim, ég lifði bara á djús og meikaði ekki þegar bóndinn sagði mér hvað kindin hét sem við vorum að borða. Of miklar upplýsingar fyrir mína parta. Annars finnst mér ég búa í jólakorti þessa dagana hér í Kjósinni, veðrið er búið að vera svo yndislegt. Svo er svo hressandi að fá flyera um fjósainnréttingar og nýjustu traktorana. Nú svo var mér að berast boðskort á formlega opnun Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands. Kannski að ég skelli mér." Jórunnarhjörtun fást í Epal Skeifunni 6 og Keflavíkurflugvelli, Kraum Aðalstræti 10 og Börnum náttúrunnar Skólavörðustíg 17a. Hvað er framundan hjá þér? „Ég hef nú alltaf verið áhættumeðvituð og stend ágætlega og hef heilsuna og gullmolana mína þannig að ég hef ekki yfir miklu að kvarta í kreppunni þannig. Ástandið kennir væntanlega einhverjum að meta hitt og þetta og gildin virðast vera að breytast. En að það þurfi ískalt hlaupið í hnakkan til að skilja að flatskjárinn verði ekki flatari og að hér verið gert hlé á neyslufylleríinu er of dramatískur endir fyrir mína parta. Planið hjá mér er bara að vera andlega snobbuð og reyna að njóta augnabliksins," segir Andrea. „Skóli er ekki endilega góður staður til að læra á en háskólanám hefur gert mér gott og masterinn var fínn. Þess vegna fer ég kannski í doktorsnám næst en annars á ég að hefja störf í mars/apríl eftir fæðingarorlofið. En fyrst er að safna sér almennilega saman eftir barnsburð, fæðingu og frumraun sem móðir." „Við erum ekki bara að ala upp strák heldur föður, maka og góða manneskju. Það er vandaverk," segir Andrea áður en kvatt er.
Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira