Fótbolti

Stabæk komið áfram í forkeppni Meistaradeildarinnar

Ómar Þorgeirsson skrifar
Pontus Farnerud skoraði eitt marka Stabæk í kvöld.
Pontus Farnerud skoraði eitt marka Stabæk í kvöld. Nordic photos/AFP

KF Tirana frá Albaníu var engin fyrirstaða fyrir Noregsmeistara Stabæk í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Stabæk vann 4-0 og samanlagt 5-1 og er því komið í þriðju umferðina.

Pontus Segerström skoraði tvö marka Stabæk í leiknum og Pontus Farnerud og Fredrik Berglund skoruðu sitt markið hvort.

Landsliðsmaðurinn Pálmi Rafn Pálmason var á varamannabekk Stabæk og kom ekkert við sögu í leiknum að þessu sinni.

Bate Borisov, Dinamo Zagrebog Partizan Belgrade voru einnig á meðal þeirra félaga sem komust áfram í 3. umferð forkeppninnar en EB/Streymur frá Færeyjum datt úr keppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×