Erlent

Páfagarður gagnrýnir bannfæringu á 9 ára stúlku

Páfagarður hefur nú blandað sér í mál brasilisku móðurinnar sem var bannfærð fyrir að hjálpa níu ára gamalli dóttur sinni að komast í fóstureyðingu. Læknarnir sem framkvæmdu fóstureyðinguna voru einnig bannfærðir. Telpan gekk með tvíbura eftir að stjúpfaðir hennar nauðgaði henni. Biskuparáð Brasilíu hefur nú afturkallað bannfæringuna.

Rino Fisichella sem veitir forstöðu vísinda- og siðanefnd Páfagarðs segir í viðtali við dagblað Páfagarðs að ekki hefði einusinni átt að láta sér detta í hug bannfæringu í þessu máli. Líf litlu stúlkunnar hafi verið það eina sem máli skipti. Læknar sögðu að hún myndi ekki lifa það af að ganga með og eiga tvíburana.




Tengdar fréttir

Bannfæringu aflýst af 9 ára stúlku

Biskuparáð kaþólsku kirkjunnar í Brasilíu hefur aflýst bannfæringu á móður sem hjálpaði níu ára gamalli dóttur sinni að komast í fóstureyðingu. Telpan varð ófrísk að tvíburum eftir að stjúpfaðir hennar nauðgaði henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×