Innlent

Fólk flúði landið á fyrsta ársfjórðungi

Fólk bíður við brottfararsal í Leifsstöð. Ósagt skal látið hvort eitthvert þeirra hefur flutt úr landi.
Fólk bíður við brottfararsal í Leifsstöð. Ósagt skal látið hvort eitthvert þeirra hefur flutt úr landi.
Alls fluttu 711 fleiri frá landinu en til þess á fyrsta ársfjórðungi 2009. Á sama tímabili í fyrra fluttu hins vegar rösklega 1000 fleiri til landsins en frá því .

Frá landinu fluttu flestir, eða 764, til Póllands, 375 fluttu til Danmerkur, 268 fluttu til Noregs og 176 til Svíþjóðar.

Á þessum þremur mánuðum fluttu hins vegar flestir til landsins frá Póllandi, eða 399, 290 fluttu frá Danmörku, 78 fluttu frá Bretlandi og 77 frá Bandaríkjunum, eftir því sem fram kemur á vef Hagstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×