Enski boltinn

Síðasti leikur Didier Drogba og Salomon Kalou í bili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba og Salomon Kalou.
Didier Drogba og Salomon Kalou. Mynd/AFP

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, fær í dag síðasta tækifærið til þess að nota Fílabeinsstrandarframherjana Didier Drogba og Salomon Kalou áður en þeir fljúga heima til þess að taka þátt í Afríkukeppni landsliða í næsta mánuði.

Chelsea mætir Birmingham á útivelli í hádegisleiknum í dag en Birmingham hefur verið á góðu skriði með fimm sigra í síðustu sex leikjum. Chelsea hefur á móti aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum í öllum keppnum. Leikur liðanna hefst klukkan 12.45.

Didier Drogba hefur skoraði 13 mörk í 15 deildarleikjum með Chelsea í vetur en Salomon Kalou hefur ekki náð að skora í 7 deildarleikjum en hefur skorað 5 mörk í 7 bikar- og evrópuleikjum.

Þjálfari landsliðs Fílabeinsstrandarinnar vildi fá sína menn í læknisskoðun fjórtán dögum áður en Afríkukeppnin hefst og áður en liðið fer í æfingabúðir í Tansaníu. Það þýddi að menn hans þurfa að vera mættir á mánudaginn.

Nicolas Anelka er meiddur og verður ekki með Chelsea yfir hátíðirnar og Ancelotti hefur látið hafi það eftir sér að hann muni líklega nota ungu framherjana Fabio Borini og Daniel Sturridge í næstu leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×