Íslenski boltinn

Ingvar kominn með 300 leiki fyrir Fram: Líklega síðasta tímabilið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ingvar í baráttunni í sumar.
Ingvar í baráttunni í sumar. Mynd/Valli

Framarinn Ingvar Ólason náði þeim merka áfanga um helgina að spila sinn 300. meistaraflokksleik fyrir Safamýrarliðið.

„Þetta er nú nokkuð vel af sér vikið, sérstaklega þar sem ég hef ekki verið hjá Fram allan minn feril. Ég kom þangað árið 2000," sagði Ingvar sem var heiðraður fyrir leik með blómvendi og fékk svo forláta úr eftir leikinn.

„Þetta var eitthvað voða fín Orient úr sem búið var að grafa á. Virkilega flott og ég var kátur með þetta."

Ingvar hefur augljóslega verið mjög heppinn með meiðsli á sínum ferli og er enn í fínu formi. Hann viðurkennir þó að það styttist í endalokin á ferlinum.

„Eigum við ekki að segja að það séu svona 90-95 prósent líkur á að ég hætti eftir þetta tímabil. Ég ætla að klára tímabilið og svo bara sjá til. Það er samt víst eitthvað annað hægt að gera í þessu lífi en spila fótbolta," sagði 300 leikja maðurinn léttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×