Innlent

Veltu þegar þeir forðuðust kindur

Mynd/Vilhelm

Kanadískir ferðamenn veltu nýverið bílaleigubíl sínum þegar kindur hlupu inn á veg á Skógarströnd í Dalasýslu. Ferðamennirnir sluppu ómeiddir frá veltunni og héldu för sinni áfram eftir að hafa fengið nýjan bílaleigubíl. Frá þessu er greint á fréttavefnum Skessuhorn.is. Þetta var eitt fjögurra umferðaróhappa sem urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum í liðinni viku.

Við þetta má bæta að lögreglunni á í Vestfjarðaumdæmi barst í síðustu viku sjö tilkynningar um að ekið hafi verið á búfé í umdæminu.

Lögregla brýnir fyrir ökumönnum að gæta varúðar á vegum þar sem nú er smalatími og fé að koma af fjalli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×