Enski boltinn

Benfica hafnaði boði United í Di Maria

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Angel di Maria fagnar marki í leik með Argentínumönnum.
Angel di Maria fagnar marki í leik með Argentínumönnum. Nordic Photos / AFP

Samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum mun Benfica hafa hafnað tilboði frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United í sóknarmanninn Angel Di Maria.

Di Maria hefur verið orðaður við fjöldamörg félög víða um Evrópu en hann hefur þótt standa sig einstaklega vel á miðjunni með Benfica á tímabilinu. Hann er 21 árs gamall Argentínumaður.

Benfica verður að selja Di Maria ef félaginu berst boð í hann upp á 40 milljónir evra. Þeir eru sagðir reiðubúnir að selja hann fyrir jafnvel 30 milljónir evra en tilboð United var þó talsvert lægra en það.

Forráðamenn Benfica eru þó einnig sagðir tregir til að selja hann í janúar þar sem verðmiðinn hans gæti hækkað talsvert ef hann slær í gegn á HM í Suður-Afríku næsta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×