Enski boltinn

Brasilíumaðurinn Dodo á leið til Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ferguson heldur áfram að horfa til framtíðar.
Ferguson heldur áfram að horfa til framtíðar. Nordic Photos/AFP

Brasilíski táningurinn Dodo er á leið til Englandsmeistara Man. Utd en strákurinn segist afar spenntur fyrir því að fara til Englands. Hann leikur með Corinthians í dag og er afar eftirsóttur.

Strákurinn segist vera á leið til United á næsta ári og er talið að United muni greiða rúmar 5 milljónir punda fyrir strákinn sem á að koma í febrúar á næsta ári.

„Það verður auðveldara að aðlagast þar sem það eru Brasilíumenn fyrir hjá félaginu. Það verður gott að hafa þá nálægt sér. Einnig verður gott að hafa Ronaldo þar sem hann talar portúgölsku," sagði Dodo.

Hann hóf feril sinn hjá Cruzeiro en hefur verið hjá Corinthians síðan 2007. Strákurinn er 16 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×